Eiginleikar KEA kortsins

KEA-kortiđ er afsláttar- og fríđindakort sem KEA gefur út og sendir félagsmönnum, ţeim ađ kostnađarlausu.  Handhafi KEA-korts nýtur afsláttarins strax viđ

Eiginleikar KEA kortsins

KEA-kortið er afsláttar- og fríðindakort sem KEA gefur út og sendir félagsmönnum, þeim að kostnaðarlausu. 
Handhafi KEA-korts nýtur afsláttarins strax við afgreiðslu en kortið, sem ekki er greiðslumiðill, er merkt viðtakanda með nafni og kennitölu.  Á kortinu er strikamerki sem og segulrönd en þær upplýsingar sem þar eru geymdar eru ekki persónugerðar, sem þýðir að sömu upplýsingar eru geymdar í strikamerki og segulrönd allra korta og notkun þeirra því ekki hægt að tengja einstaka félagsmönnum.
Þegar að afgreiðslu kemur nægir í mörgum tilfellum að framvísa kortinu en í öðrum tilfellum er strikamerki skannað eða segulrönd lesin þannig að kortinu er rennt í gegnum posa.

Mikilvægt er að félagsmenn kynni sér vel sér vel skilmála sem kynntir eru hér fyrir neðan.

  • KEA-kortið er eign KEA og varðar misnotkun á því við lög.
  • Kortið má sá einn nota sem það er gefið út á, í samræmi við gildandi reglur.
  • Glatist það er finnandi beðinn að skila því á skrifstofu KEA.
  • Við notkun skal félagsmaður ávallt vera undir það búinn að framvísa skilríkjum.
  • KEA-kortið er merkt félagsmönnum, en upplýsingar í segulrönd og strikamerki eru ekki persónugerðar þannig að ekki er um neina miðlæga upplýsingaskráningu varðandi kortanotkun að ræða.
  • Tilboðin sem kynnt eru hér á eftir gilda í verslunum á starfssvæði KEA nema að annað sé tekið fram.  
  • Viðskiptakjörin gilda ekki þegar um útsölur eða sértilboð hjá samstarfsaðilum er að ræða.
  • Þau kjör sem samstarfsaðilar bjóða kunna að breytast og verða slíkar breytingar kynntar hér á síðum KEA -kortsins.
  • Tilboð til viðskiptavina eru birt með fyrirvara um prentvillur. 

Svćđi