Fjárfestingar

klappir.jpeg

Fasteignafélagið Klappir ehf

Félagið er 100% í eigu KEA en það var upphaflega stofnað í kringum kaup félagsins á Glerárgötu 36, þar sem skrifstofur KEA eru nú til húsa. Fasteignir félagsins eru allar á Akureyri og má þar nefna Kaupvangsstræti 6, þar sem Rub 23 er til húsa, Óseyri 2 auk Glerárgötu 36.   

ferrozinklogo.jpg

Ferrozink hf.

Ferrozink er þjónustufyrirtæki við málmiðnað og hefur yfir að ráða stærstu zinkhúðun landsins.  Öflug heildsala og innflutningur stáls og rekstrarvöru fyrir málmiðnað er veigamikill þáttur starfseminnar. Meðal helstu framleiðsluvara Ferrozink má nefna ljósastaura, vegrið, girðingar og ristar. Starfsemin á Akureyri fer fram í 3.500 fm húsnæði að Árstíg 6 og í Hafnarfirði fer starfsemin fram í 2.500 fm húsnæði að Álfhellu 12 - 14.  Þá á félagið einnig 25% eignarhlut í Vélaverkstæði G. Skúlasonar á Neskaupsstað.  Starfsmenn eru um 35 og er félagið í 100% eigu KEA. 

www.ferrozink.is

Laxa_hf_logo_LAGRETT_BLATT-22 (002).png

Fóðurverksmiðjan Laxá hf.

Laxá var stofnað árið 1991. Félagið rekur sérhæfða verksmiðju á Akureyri sem framleiðir hágæða laxeldisfóður aðallega á innanlandsmarkað en um 20% af framleiðslunni er flutt á erlendan markað. Laxá er þekkt fyrir stöðug og góð gæði í fiskafóðri og er framleiðslugetan um 15 þúsund tonn á ári. Hjá félaginu starfa 10 manns. 
Eignarhlutur KEA er 5,7%.

www.laxa.is

gong.jpg

Greið leið

Greið leið ehf. er eignarhaldsfélag fyrirtækja og sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um meirihlutaeign í Vaðlaheiðargöngum hf. en það félag stendur að gerð Vaðlaheiðarganga. KEA var einn stofnenda félagsins á sínum tíma og hefur um nokkra hríð verið næst stærsti eigandi Greiðrar leiðar ehf.
Eignarhlutur KEA er 15%

www.vadlaheidi.is

grofargil.jpg

Grófargil

Félagið var stofnað árið 1998 upp úr bókhaldsdeild KEA.
Aðalskrifstofa félagsins er að Glerárgötu 36 á Akureyri en einnig er starfrækt skrifstofa að Skúlagötu 19 í Reykjavík. Hjá Grófargili starfa 19 manns. Félagið annast reikningshald, bókhald, ráðgjöf og uppgjörsþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Eignarhlutur KEA er 34,0%

www.grofargil.is 

ivlogo-1987.jpg

Íslensk verðbréf hf.

Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum frá árinu 1987. Starfsemi félagsins miðast að því að ná hámarks árangri á sviði eignastýringar. 
Eignarhlutur KEA er 5%.

www.iv.is

frost.jpg

Kælismiðjan Frost ehf.

Kælismiðjan Frost veitir almenna þjónustu, sinnir verktakastarfsemi og hannar heildarlausnir í kæliiðnaði.  Félagið hefur hannað, sett upp og þjónustað kælikerfi fyrir flest stærri frystihús landsins, allar helstu frystigeymslur, ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur, kjöt- og mjólkurvinnslur og kælikerfi um borð í fjölda fiskiskipa.  Félagið er hið stærsta sinnar tegundar á landinu og er með þjónustudeildir á Akureyri og í Reykjavík.  Í nóvember 2006 keypti félagið þriðjung í færeyska félaginu P/f Frost en það er annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í kæliiðnaði þar í landi.  Hjá Kælismiðjunni Frost starfa 60 manns og KEA á um fimmtungs hlut í félaginu.

www.frost.is

marulfur.png

Marúlfur ehf.

Marúlfur er sjávarútvegsfyrirtæki á Dalvík sem hefur sérhæft sig í vinnslu á steinbít og hlýra fyrir Evrópumarkað, einkum Frakkland og Þýskaland. Hráefni er keypt víða að m.a. af norskum línuskipum og hjá félaginu eru unnin um 1600 tonn á ári.  Hjá Marúlfi starfa um 22 manns.
Eignarhlutur KEA er 17% 

norlandair-rautt.jpg

Norlandair

Félagið var stofnað árið 2008 á grunni Flugfélags Norðurlands sem stofnað var 1975. 
Félagið stundar leiguflug á Grænlandi og Íslandi, sem að stærstum hluta er þjónusta við rannsóknafyrirtæki og opinbera danska aðila á Grænlandi.  Einnig er það með áætlunarflug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Í mars 2013 hófst síðan millilandaflug til og frá Constable Point á Grænlandi. Starfsmenn Norlandair eru 24.
Eignarhlutur KEA er 43%.

www.norlandair.is

logo_m_www.jpg

SBA-Norðurleið

SBA-Norðurleið er fólksflutningafyrirtæki sem hefur yfir 80 hópferðabifreiðum að ráða og hjá félaginu eru um 85 heilsársstörf.  Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tvær, á Akureyri og í Hafnarfirði og eru aðalskrifstofur fyrirtækisins á Akureyri. Bílaflotinn samanstendur af fólksbílum, götubílum, grindarbílum og fjórhjóladrifsbílum sem taka frá 4 – 74 farþega. Fyrirtækið tekur að sér akstur með hópa, jafnt erlenda sem innlenda ferðamenn, en býður auk þess upp á skipulagðar hópa- og skoðunarferðir. 
Eignarhlutur KEA er 20%.

www.sba.is

sparisjodur_hofdhverfinga.jpg

Sparisjóður Höfðhverfinga

Sparisjóður Höfðhverfinga er  þjónustufyrirtæki á fjármálasviði sem veitir alla almenna banka- og fjármálaþjónustu. Sjóðurinn var stofnaður 1. janúar 1879 og er hann því næst elsta starfandi fjármálastofnunin í landinu. Opnuð hefur verið starfsstöð á Akureyri og eru starfsmenn sjóðsins nú orðnir átta. Stefnt er að því að opna sjóðinn fyrir almenningi.
Eignarhlutur KEA er rétt tæp 50%.

www.spar.is 

Sparisjodur S Thing.png

Sparisjóður Suður-Þingeyinga

Sparisjóður Suður-Þingeyinga var stofnaður 1989 þegar Sparisjóður Aðaldæla, Sparisjóður Kinnunga og Sparisjóður Reykdæla voru sameinaðir. 1996 sameinuðust svo Sparisjóður Mývetninga og Sparisjóður Suður-Þingeyinga undir nafni hins síðarnefnda. Afgreiðslustaðir Sparisjóðsins eru þrír, aðalstarfstöð er á Laugum í Reykjadal og síðan eru afgreiðslur á Húsavík og í Mývatnssveit. Starfsmenn eru 10.
Eignarhlutur KEA er 9,8%

www.spar.is

stefna-72dpi-rgb.jpg

Stefna ehf.

Stefna er hugbúnaðarhús sem þjónustar flóru viðskiptavina um allt land um margvíslega hugbúnaðartengda þjónustu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og í Svíþjóð.  Starfsmenn eru 40 talsins. 
Eignarhlutur KEA er 25%.

www.stefna.is

Islensk verdbref.png

TFII slhf.

TFII er framtakssjóður stofnaður af Íslenskum verðbréfum.  Lokað var fyrir áskrift á fyrsta sölutímibili á öðrum ársfjórðungi 2017 og eru hluthafar 18 talsins. Stærð sjóðsins  verður allt að 5 milljarðar á líftíma hans.  TFII fjárfestir í óskráðum félögum óháð atvinnugreinum, allt frá vaxtarfyrirtækjum að rótgrónum fyrirtækjum.  Áhersla er lögð á meðalstór fyrirtæki með góða rekstrarsögu og framtiðarmöguleika.
Eignarhlutur KEA er 6,1%.

www.TFII

Utgafufelagid_logo.jpg

Útgáfufélagið ehf.

Félagið keypti miðlastarfsemi Ásprents árið 2020 og gefur nú út Dagskrána, Skrána og Vikublaðið.
Eignarhlutur KEA 72,5%.

www.vikubladid.is