KEA kaupir Norđurlyst og sameinar viđ Prís

KEA kaupir Norđurlyst og sameinar viđ Prís

Fréttir

KEA kaupir Norđurlyst og sameinar viđ Prís

KEA hefur keypt allt hlutafé í Lostćti-Norđurlyst ehf. en ţađ er dótturfélag Lostćtis Akureyrar ehf. sem er í eigu hjónanna Valmundar Árnasonar matreiđslumeistara og Ingibjargar Ringsted viđskiptafrćđings.  Lostćti-Norđurlyst er eitt öflugasta veitingaţjónustufyrirtćki á Norđurlandi sem m.a.  rekur veitinga- og veisluţjónustu auk fjölda mötuneyta í skólum og fyrirtćkjum á Akureyri og nágrenni. Lostćti Akureyri ehf. mun áfram sem hingađ til  reka veitingaţjónustu  og handverksbakarí á Austurlandi.

Samhliđa ţessum kaupum hefur KEA náđ samkomulagi viđ eigendur Prís ehf. um sameiningu félaganna og mun KEA eiga 40% eignarhlut í sameinuđu félagi.

Prís rekur veitingaţjónustu, veitingastađ í Hrísalundi á Akureyri sem og Kaffi Torg á Glerártorgi á Akureyri og er í eigu hjónanna Regínu Gunnarsdóttur og Rúnars Sigursteinssonar. Áćtluđ sameiginleg velta félaganna er rúmlega 500 milljónir króna og hjá ţeim vinna alls um 60 manns í um 40 stöđugildum.  Framkvćmdastjóri sameinađs félags verđur Regína Margrét Gunnarsdóttir.

Markmiđiđ er ađ efla félagiđ og stćkka ţađ enn frekar bćđi međ innri og ytri vexti.

Halldór Jóhannsson framkvćmdastjóri KEA, segir ađ um áhugaverđa fjárfestingu sé ađ rćđa. Lostćti-Norđurlyst og Prís hafa byggt upp öfluga ţjónustu og gott orđspor í veitingaţjónustu sinni. Sameinađ félag ţjónustar fjölmarga bćjarbúa á degi hverjum og hefur fjölmarga möguleika til vaxtar í framtíđinni. 


Svćđi