Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri,  afhenti í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.

Þetta er í 80. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 124 umsóknir og var úthlutað rúmlega 6 milljónum króna til 34 aðila.
 

Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, flokki ungra afreksmanna, til þátttökuverkefna og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar tólf viðurkenningar og styrkir, hver hlaut styrk uppá 150 þúsund, samtals 1,8 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,3 milljónum króna og hlutu fjórir aðilar styrk og sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1,4 milljónir króna.

Almennir styrkir, upphæð kr 150.000

  • Ungmennafélagið Atli í Svarfaðardal, til að klæða samkomuhúsið Höfða í Svarfaðardal.
  • Brynjar Karl Óttarsson, til að skrá sögu heilsuhælisins að Kristnesi í Eyjafirði
  • Gospelkór Akureyrar, til að halda jólatónleika á öldrunarheimilum Akureyrar
  • Foreldrafélag Marimbasveitar Giljaskóla, til að fjármagna Svíþjóðarferð sveitarinnar
  • Salka kvennakór á Dalvík, til að fjármagna tónleikahald kórsins í vetur
  • Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, til að setja upp sýningu um sjófugla í samstarfi við Náttúrsetrið á Húsabakka
  • Menningarfélagið Berg ses, til að fjámagna að hluta tónleikaröð í Bergi
  • Kór Akureyrarkirkju, til að gefa út geisladisk með kirkjulegri og veraldlegri tónlist
  • Ljósavatnssókn, til að fjármagna kaup á orgeli fyrir Þorgeirskirkju
  • Vinafélag Þverárkirkju í Laxárdal, til að greiða kostnað vegna endurbóta á Þverárkirkju
  • Karlakór Eyjafjarðar, til að setja upp söngleik vorið 2014

Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr 150.000

  • Arnór Snær Guðmundsson, golf
  • Birta Dís Jónsdóttir, golf
  • Fannar Hafsteinsson, knattspyrna
  • Ingþór Árnason, íshokkí
  • Jóhann Þór Hólmgrímsson, Monoskíði
  • Kolbeinn Höður Gunnarsson, frjálsar íþróttir
  • Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
  • Lillý Rut Hlynsdóttir, knattspyrna
  • Rakel Ósk Björnsdóttir, frjálsar íþróttir
  • Steinunn Erla Davíðsdóttir, frjálsar íþróttir
  • Valþór Ingi Karlsson, blak
  • Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
Íþróttastyrkir, samtals að upphæð kr 1.400 þúsund
 
• Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður - 100 þúsund, til að kaupa áhöld og íþróttavörur fyrir félagið
• Hestamannafélagið Funi -150 þúsund,  til að byggja upp nýja keppnisgrein hjá frístunda hestamönnum
• Golfklúbbur Húsavíkur - 200 þúsund, til að bæta þjálfun og kennslu fyrir börn og unglinga
• Skíðafélag Ólafsfjarðar - 200 þúsund,til kaupa á æfingabúnaði fyrir börn og unglinga
• Nökkvi, félag siglingamanna - 300 þúsund, til að kaupa öryggisbát fyrir Nökkva
• Íþróttafélagið Akur - 250 þúsund, til að kaupa búnað fyrir Akur 
• Fimleikafélag Akureyrar - 200 þúsund, til að fara á Eurogym, fimleikahátíð í Svíþjóð, sumarið 2014
 
 Þátttökuverkefni:
 
• Sóknarnefnd Grundarkirkju - 700 þúsund, til að kaupa orgel fyrir Grundarkirkju
• Náttúrusetrið á Húsabakka - 200 þúsund, til að byggja upp sýninguna, Friðland fuglanna
• Harmonikufélag Þingeyinga - 200 þúsund, til að halda harmonikulandsmót
• Kvennakór Akureyrar - 200 þúsund til að halda landsmót kvennkóra