Styrkir og sjóðir

Kjarnastarfssemi KEA í dag er fjárfestingar þar sem markmiðið er að ávaxta eignir KEA og ráðstafa hæfilegum arði af þeim til félagsmanna sinna og til eflingar atvinnu og mannlífs á starfssvæðinu. Með styrkjum við menn og málefni rækir félagið samfélagslega skyldu sína. Umfang styrkja hverju sinni tekur mið af afkomu og afkomuhorfum félagsins.  

Allar styrkbeiðnir sem sendar eru KEA eru teknar til umfjöllunar á fundum sem haldnir eru reglulega. Umsækjendum er bent á að vera tímalega með umsóknir sínar.  Allir sem senda umsóknir fá svar en vegna þess hversu mikill fjöldi umsókna berst KEA í viku hverri er ekki hægt að verða við þeim öllum.
Athygli skal vakin á því að launamiðar eru gefnir út  vegna úthlutunar á öllu styrkjum á vegum KEA.  Því er einstaklingum sem fá styrk úr sjóðnum bent á að halda til haga kvittunum vegna kostnaðar við viðkomandi verkefni. Umsækjendum er bent á að styrkir fyrnast séu þeir ekki sóttir innan tveggja ára frá úthlutun.
Öll umsóknarform má fylla út á netinu en einnig er hægt að senda útfylltar umsóknir til skrifstofu félagsins.