Afsláttarkjör KEA kortsins í verslunum Samkaupa

KEA kortið hefur um langt árabil verið með samning um afsláttarkjör félagsmanna KEA í búðum Samkaupa (Nettó, Kjörbúð, Iceland og Krambúð).  Gegn framvísun KEA kortsins (plastkort eða app) hafa félagsmenn KEA fengið staðgreiðsluafslætti við afgreiðslukassa í búðum Samkaupa. 

Samkaup hafa hafið innleiðingu á eigin appi sem veitir sambærileg afsláttarkjör og KEA kortið hefur veitt til þessa en verður frábrugðið núverandi afsláttarfyrirkomulagi á þann hátt að afslættir safnast upp sem inneign í appi Samkaupa til úttektar síðar. Auk uppsöfnun inneignar mun app Samkaupa jafnframt veita notendum sértæk tilboð og aukin fríðindi.

Félagsmenn KEA munu áfram fá óbreytt afsláttarkjör í búðum Samkaupa gegn framvísun KEA plastkortsins sem og KEA appsins. 

Starfsmenn Samkaupa munu á næstunni bjóða viðskiptavinum í verslunum sínum aðstoð við innsetningu á Samkaupaappinu ef þeir óska. Samkaup hyggst yfir tíma færa veitingu afslátta til sinna viðskiptamanna og félagsmanna KEA alfarið yfir á rafrænt form í gegnum app og stefnt er að því notkun KEA plastkortsins muni færast yfir í KEA appið.  

Innan skamms mun KEA appið verða uppfært og aðlagað að framangreindum breytingum og í ljósi þessa hvetjum við félagsmenn KEA sérstaklega til að sækja sér KEA appið í farsíma sína. Við munum greina félagsmönnum tímanlega frá frekari breytingum þegar þær munu eiga sér stað.