Skilmálar og eiginleikar KEA kortsins

Allir félagsmenn KEA geta fengið KEA kort sér að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um félagsaðild með því að fylla út umsókn og greiða félagsgjaldið sem er kr 500.-  Athugið að umsóknin fellur niður ef félagsgjaldið er ekki greitt.

KEA-kortið er afsláttar- og fríðindakort sem KEA gefur út og sendir félagsmönnum, þeim að kostnaðarlausu. 
Handhafi KEA-korts nýtur afsláttarins strax við afgreiðslu en kortið, sem ekki er greiðslumiðill, er merkt viðtakanda með nafni og kennitölu.  Á kortinu er strikamerki sem og segulrönd en þær upplýsingar sem þar eru geymdar eru ekki persónugerðar, sem þýðir að sömu upplýsingar eru geymdar í strikamerki og segulrönd allra korta og notkun þeirra því ekki hægt að tengja einstaka félagsmönnum.
Þegar að afgreiðslu kemur nægir í mörgum tilfellum að framvísa kortinu en í öðrum tilfellum er strikamerki skannað eða segulrönd lesin þannig að kortinu er rennt í gegnum posa.

Með því að gefa upp netfang er KEA veitt leyfi til útsendingar tölvupósta með tilboðum KEA kortsins og skoðanakannana er lúta að KEA og KEA kortinu sem og til annarra samskipta KEA eða á vegum KEA við félagsmenn. KEA heitir félagsmönnum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við skráningu í félagið og umsókn um KEA kortið. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má finna hér. Persónuupplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila án samþykkis félagsmanns nema þess sé krafist samkvæmt lögum eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Mikilvægt er að félagsmenn kynni sér vel sér vel skilmála sem kynntir eru hér fyrir neðan.

  • KEA-kortið er eign KEA og varðar misnotkun á því við lög.
  • Kortið má sá einn nota sem það er gefið út á, í samræmi við gildandi reglur.
  • Glatist það er finnandi beðinn að skila því á skrifstofu KEA.
  • Við notkun skal félagsmaður ávallt vera undir það búinn að framvísa skilríkjum.
  • KEA-kortið er merkt félagsmönnum, en upplýsingar í segulrönd og strikamerki eru ekki persónugerðar þannig að ekki er um neina miðlæga upplýsingaskráningu varðandi kortanotkun að ræða.
  • Tilboðin sem kynnt eru hér á eftir gilda í verslunum á starfssvæði KEA nema að annað sé tekið fram.  
  • Viðskiptakjörin gilda ekki þegar um útsölur eða sértilboð hjá samstarfsaðilum er að ræða.
  • Þau kjör sem samstarfsaðilar bjóða kunna að breytast og verða slíkar breytingar kynntar hér á síðum KEA -kortsins.
  • Tilboð til viðskiptavina eru birt með fyrirvara um prentvillur.