Flokkun M&V

Menningar- og samfélagsverkefni
Um er að ræða styrki til einstaklinga, þar á meðal ungs efnilegs fólks, félaga eða hópa sem skara fram úr eða vinna að mikilvægum mennta- og menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Fagráð metur umsóknir og gefur þeim einkunn. Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar.  

Íþrótta- og æskulýðsstyrkir
Almenn markmið með styrkveitingum til íþrótta- og æskulýðsmála eru:
Að öll börn og unglingar eigi kost á einhverskonar íþróttaiðkun nálægt heimili sínu eða skóla
Að íþróttamenn eða lið sem skara framúr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi
Að byggja upp aðstöðu sem er líkleg til að stuðla að ofangreindum markmiðum 
Að styðja almennt við íþrótta- og æskulýðsstarf klúbba og félaga sem halda úti metnaðarfullu starfi á sínu nærsvæði.
Umsóknir verða að öllu jöfnu skilgreindar samkvæmt þremur flokkum, en þeir eru ungir afreksmenn í íþróttum, sérstök verkefni og stuðningur við félög. Fagráð metur umsóknir hvað varðar unga afreksmenn og gefur þeim einkunn á grundvelli staðfestra viðmiðana. Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar.

 Til baka