KEA appið

KEA kortið er bæði hægt að fá sem app í snallsíma og sem hefðbundið plastkort.  

Uppsetning fyrir iPhone     Uppsetning fyrir Android 

Appið er sótt í App Store fyrir iPhone (IOS) eða í Google play fyrir Android. Sláðu inn KEA kortið og þá ætti appið að birtast efst í niðurstöðunum.

Með því að sækja appið auðveldar það notkun KEA kortsins þegar viðskipti eiga sér stað sem og að korthafi geti séð með einföldum hætti þau afsláttarkjör sem honum standa til boða hverju sinni.

Hægt er að auðkenna sig í appinu með rafrænum skilríkjum þegar appið er sótt. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú óskað eftir lykilorði á skráðan tölvupóst þinn í félagaskrá KEA.

Ef þú ert ekki með skráð netfang í félagaskrá KEA, getur þú haft samband við skrifstofuna í síma 460 3400 eða sent skilaboð á kea@kea.is  og óskað eftir að netfangið þitt verði skráð.

Athugaðu að það er ekki samtenging á milli félagsmannaskráar og póstlista KEA kortsins. Netfangið þitt verður ekki skráð á póstlista KEA nema þú óskir sérstaklega eftir því.

Appinu er ætlað að koma í stað hins hefðbundna KEA korts. Þó geta félagsmenn fengið plastkortið sent heim þeim að kostnaðarlausu.

Að nota KEA kortið sem app tryggir þú minni plastnotkun, að þú ert alltaf með kortið þegar þú ert með símann og þú týnir síður kortinu.

Í appinu er að finna KEA kortið með strikamerki og nafni félagsmanns sem framvísa skal þegar viðskipti eiga sér stað. Einnig er hægt að sjá tilboð verslana og fyrirtækja eftir flokkum, tímabundin tilboð og tilboð nálægt notanda þar sem hann er staddur hverju sinni.

Engum upplýsingum er safnað um notendur appsins.