Fjárfestingar

asbyrgiflora.jpg

Ásbyrgi Flóra ehf.

Ásbyrgi Flóra hóf starfsemi í núverandi mynd árið 1993 en félagið á sér mun lengri sögu - kennitala þess er síðan 1945.  Aðalstarfsemi félagsins er framleiðsla og pökkun ýmissa matvara fyrir neytendamarkað og matvælaiðnað en auk þess starfrækir félagið heildverslun með mikið úrval rekstrarvara ofl fyrir fyrirtækjamarkað.  Starfstöð félagsins er í Tryggvabraut 24, Akureyri.  Eignarhlutur KEA er 80%

www.asbyrgiflora.is

Asprent.png

Ásprent Stíll ehf.

Fyrirtækið varð til við sameiningu Ásprents, Alprents og auglýsingastofunnar Stíls á haustdögum 2003, síðan sameinuðust félaginu Límmiðar Norðurlands árið 2005 og Stell árið 2006.  Félagið annast alhliða prentþjónustu, grafíska hönnun, útgáfustarfsemi og auglýsinga- og skiltagerð.  Um er að ræða stærstu prentsmiðju landsins utan höfuðborgarsvæðisins og var afkastageta hennar aukin umtalsvert með fjárfestingum í nýjum og fullkomnum búnaði á árinu 2006.  Hjá félaginu starfa um 45 manns, auk fjölda blaðbera.  Eignarhlutur KEA er tæp 60%.

www.asprent.is

klappir.jpeg

Fasteignafélagið Klappir ehf

Félagið er 100% í eigu KEA en það var upphaflega stofnað í kringum kaup félagsins á Glerárgötu 36, þar sem skrifstofur KEA eru nú til húsa. Fasteignir félagsins eru allar á Akureyri og má þar nefna Kaupvangsstræti 6, þar sem Rub 23 er til húsa, Óseyri 2 auk Glerárgötu 36.   Norðurbrú ehf., félag í eigu Klappa,  á lóðina að Hafnarstræti 80 á Akureyri og stefnt er að uppbyggingu 100 herbergja heilsárshótels á lóðinni. 

ferrozinklogo.jpg

Ferrozink hf.

Ferrozink er þjónustufyrirtæki við málmiðnað og hefur yfir að ráða stærstu zinkhúðun landsins.  Öflug heildsala og innflutningur stáls og rekstrarvöru fyrir málmiðnað er veigamikill þáttur starfseminnar. Meðal helstu framleiðsluvara Ferrozink má nefna ljósastaura, vegrið, girðingar og ristar. Starfsemin á Akureyri fer fram í 3.500 fm húsnæði að Árstíg 6 og í Hafnarfirði fer starfsemin fram í 2.500 fm húsnæði að Álfhellu 12 - 14.  Þá á félagið einnig 25% eignarhlut í Vélaverkstæði G. Skúlasonar á Neskaupsstað.  Starfsmenn eru um fimmtíu og  eignarhlutur KEA 44%. 

www.ferrozink.is

gong.jpg

Greið leið

Greið leið ehf. er eignarhaldsfélag fyrirtækja og sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um meirihlutaeign í Vaðlaheiðargöngum hf. en það félag stendur að gerð Vaðlaheiðarganga. KEA var einn stofnenda félagsins á sínum tíma og hefur um nokkra hríð verið næst stærsti eigandi Greiðrar leiðar ehf.

www.vadlaheidi.is

grofargil.jpg

Grófargil

Félagið var stofnað árið 1998 upp úr bókhaldsdeild KEA.
Aðalskrifstofa félagsins er að Glerárgötu 36 á Akureyri en einnig er starfrækt skrifstofa að Skúlagötu 19 í Reykjavík. Hjá Grófargili starfa 18 manns. Félagið annast reikningshald, bókhald, ráðgjöf og uppgjörsþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Eignarhlutur KEA er 34,0%

www.grofargil.is 

ivlogo-1987.jpg

Íslensk verðbréf hf.

Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum frá árinu 1987. Starfsemi félagsins miðast að því að ná hámarks árangri á sviði eignastýringar. Hjá Íslenskum verðbréfum starfa 19 manns. Eignarhlutur KEA er 9,99 %.

iv.is

frost.jpg

Kælismiðjan Frost ehf.

Kælismiðjan Frost veitir almenna þjónustu, sinnir verktakastarfsemi og hannar heildarlausnir í kæliiðnaði.  Félagið hefur hannað, sett upp og þjónustað kælikerfi fyrir flest stærri frystihús landsins, allar helstu frystigeymslur, ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur, kjöt- og mjólkurvinnslur og kælikerfi um borð í fjölda fiskiskipa.  Félagið er hið stærsta sinnar tegundar á landinu og er með þjónustudeildir á Akureyri og í Reykjavík.  Í nóvember 2006 keypti félagið þriðjung í færeyska félaginu P/f Frost en það er annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í kæliiðnaði þar í landi.  Hjá Kælismiðjunni Frost starfa tæplega 30 manns og KEA á um fimmtungs hlut í félaginu.

www.frost.is

marulfur.png

Marúlfur ehf.

Marúlfur er sjávarútvegsfyrirtæki á Dalvík sem hefur sérhæft sig í vinnslu á steinbít og hlýra fyrir Evrópumarkað, einkum Frakkland og Þýskaland. Hráefni er keypt víða að m.a. af norskum línuskipum og hjá félaginu eru unnin um 1600 tonn á ári.  Hjá Marúlfi starfa um 20 manns. Eignarhlutur KEA er 17% 

nordurvegur.jpg

Norðurvegur

Í febrúar 2005 var stofnað undirbúningsfélag um byggingu hálendisvegar milli Norður- og Suðurlands.  Markmið félagsins er að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar undirbúningsathuganir vegna vegagerðar um Kjöl með það að markmiði að tengja norður- og suðurland.

norlandair-rautt.jpg

Norlandair

Félagið var stofnað árið 2008 á grunni Flugfélags Norðurlands sem stofnað var 1975. 
Félagið stundar leiguflug á Grænlandi og Íslandi, sem að stærstum hluta er þjónusta við rannsóknafyrirtæki og opinbera danska aðila á Grænlandi.  Einnig er það með áætlunarflug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Í mars 2013 hófst síðan millilandaflug til og frá Constable Point á Grænlandi.
Eignarhlutur KEA er 10,2%.

www.norlandair.is

Saga travel.jpg

Saga Travel

Saga Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem er með höfuðstöðvar á Akureyri. Fyrirtækið sérhæfir sig í upplifunarferðum, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Boðið er uppá ferðir frá Akureyri, Mývatni og Reykjavík.  Starfsmenn fyrirtækisins eru 20, þar af 16 á Akureyri. Eignarhlutur KEA er rúmlega 7%.

Sagatravel.is

samkaup.png

Samkaup hf

Samkaup hf leggja áherslu á almannaþjónustu á verslunarsviði. Samkaup reka um fimmtíu smávöruverslanir víðsvegar um landið og helstu verslanamerki eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Úrval  og Strax. Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins og félagið rekur einnig myndarlegar verslanir í Reykjavík og nágrenni. 
Eignarhlutur KEA er 5%. 

samkaup.is

sparisjodur_hofdhverfinga.jpg

Sparisjóður Höfðhverfinga

Sparisjóður Höfðhverfinga er  þjónustufyrirtæki á fjármálasviði sem veitir alla almenna banka- og fjármálaþjónustu. Sjóðurinn var stofnaður 1. janúar 1879 og er hann því næst elsta starfandi fjármálastofnunin í landinu. Opnuð hefur verið starfsstöð á Akureyri og eru starfsmenn sjóðsins nú orðnir sjö. Stefnt er að því að opna sjóðinn fyrir almenningi. Eignarhlutur KEA í sjóðnum er rétt tæp 50%.

www.spar.is 

slippurinn_logo_small.jpg

Slippurinn Akureyri ehf.

Hjá Slippnum Akureyri er alhliða þekking og reynsla í þjónustu við sjávarútveg og fleiri atvinnugreinar.  Félagið starfrækir upptökumannvirki og er með stóra flotkví í rekstri, veitir þjónustu á sviði málmiðnaðar og annast sölu hvers kyns varahluta tengdri starfseminni.   Þá hefur félagið m.a. annast verkefni af ýmsum stærðum og gerðum viðkomandi uppbyggingu virkjana og stóriðju.  Starfsmannafjöldi hefur verið í kringum 140 manns og eignarhlutdeild KEA í félaginu er 12%. 

www.slipp.is

taekifaeri.jpg

Tækifæri hf.

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem starfrækt hefur verið frá árinu 1999.  Markmið félagsins var upphaflega bundið við fjárfestingar í nýsköpun og uppbyggingu atvinnutækifæra á Norðurlandi en síðan var fjárfestingastefnan útvíkkuð og getur félagið nú fjárfest á fleiri sviðum og víðar á landinu.  Eignarhlutur KEA í Tækifæri er 67% og er það langstærsti einstaki hluthafinn í Tækifæri.  Hlutafé Tækifæris er 764 mkr. og í eignasafni félagsins eru nú á annan tug fjárfestinga.  Félagið er í vörslu Íslenskra verðbréfa.

www.taekifaeri.is

Islensk verdbref.png

TFII

TFII er framtakssjóður stofnaður af Íslenskum verðbréfum.  Lokað var fyrir áskrift á fyrsta sölutímibili á öðrum ársfjórðungi 2017 og eru hluthafar 18 talsins. Stærð sjóðsins við fyrstu lokun er um 3 milljarðar, en verður 5 milljarðar króna þegar öllum áskriftarloforðum hefur verið safnað, sem áætlað er að verði fyrir árslok 2017.  TFII mun fjárfesta í óskráðum félögum óháð atvinnugreinum, allt frá vaxtarfyrirtækjum að rótgrónum.  Áhersla verður lögð á meðalstór fyrirtæki með góða rekstrarsögu og framtiðarmöguleika. Eignarhlutur KEA er 8%

TFII

thekking.jpg

Þekking-Tristan hf.

Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Félagið býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu, kerfisveitu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu.  Eignarhlutur KEA er 50%.

www.thekking.is