Menningar- og viðurkenningarsjóður

Á undanförnum áratugum hefur Menningarsjóður KEA, nú Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA, veitt hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu öflugan fjárhagslegan stuðning. Svo verður áfram.

Sérstaklega er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði og aðeins er hægt að sækja um úr sjóðnum þegar það á við.   Auglýst er eftir umsóknum á www.kea.is og verður hægt að senda inn umsóknir á vefnum eða fylla út þar til gerð eyðublöð sem hægt er að nálgast á skrifstofu KEA.

Umsóknir sem berast Menningar- og viðurkenningasjóði KEA eru sendar til fagráða sem meta umsóknir og gefa þeim einkunn samkvæmt útgefnum viðmiðum.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel útlistun á hverjum flokki Menningar- og viðurkenningasjóðs en hana má finna hér fyrir neðan.

Athygli skal vakin á því að launamiðar verða gefnir út vegna úthlutunar styrkja úr sjóðnum. Því er einstaklingum sem fá styrki bent á að halda til haga kvittunum vegna kostnaðar við viðkomandi verkefni. Umsækjendum er bent á að styrkir fyrnast séu þeir ekki sóttir innan tveggja ára frá úthlutun.
Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsóknir sínar.

Umsóknum þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október 2024.

  Fyrirvarar vegna úthlutana úr sjóðnum.

 Umsóknareyðublöð:

 Menningar- og samfélagsverkefni

Íþrótta- og æskulýðsstyrkir

Ungir afreksmenn