KEA starfrækir Menningarsjóð KEA sem starfa skal í samræmi við reglugerð þessa og en hún er byggð á 27. grein samþykkta félagsins og gildandi lögum. Sjóðurinn og staða hans eru meðal eiginfjárliða í reikningshaldi félagsins.
Séu skilyrði fyrir hendi ráðstafar KEA tilteknum fjármunum til menningar, íþrótta, mennta- og velferðarmála á félagssvæðinu. Stjórn KEA gerir tillögu til aðalfundar ár hvert um þá fjárhæð sem varið verður til sjóðsins í samræmi við 2. mgr. 54. gr. laga um samvinnufélög en þar er fjallað um heimildir til ráðstöfunar á tekjuafgangi. Stjórn skal við tillögugerð til aðalfundar hafa til hliðsjónar ákvæði laga um samvinnufélög sem og að horft sé sérstaklega til innleysts hagnaðar en ekki óinnleysts hagnaðar félagsins hverju sinni. Almennt skal horfa til þess að úthlutað sé úr sjóðnum á seinni hluta ársins og þá á grundvelli þeirrar tillögu um ráðstöfun til sjóðsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins á því ári. Stjórn sjóðsins þarf ekki að úthluta á árinu allri þeirri fjárhæð sem ráðstafað hefur verið til sjóðsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar það árið.
Í stjórn Menningarsjóðs KEA eru 5 aðilar, og skulu a.m.k. 3 aðilar vera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri KEA. Stjórn KEA skipar í öll stjórnarsæti sjóðsins. Stjórn KEA gerir tillögu til aðalfundar um ráðstöfun heildarfjárhæðar til Menningarsjóðs KEA. Stjórn Menningarsjóðs KEA úthlutar styrkjum Menningarsjóðs KEA hverju sinni og tilkynnir stjórn KEA ráðstöfun sína. Til að undirbúa og gera tillögur um ráðstöfun fjár sem aðalfundur hefur ráðstafað til sjóðsins í lið 4 b þessarar reglugerðar starfar fagráð. Fagráð metur umsóknir og gefur þeim einkunnir í samræmi við nánari leiðbeiningar þar um. Fagráðið skal skipað einstaklingum utan fyrirtækisins sem hafa haldbæra yfirsýn yfir þau verkefni sem þeim er falið og starfar það á ábyrgð framkvæmdastjóra KEA.
Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast í gegnum heimasíðu félagsins www.kea.is. Auglýsa skal á heimasíðu KEA eftir umsóknum í tilteknum flokkum og á öðrum miðlum sem taldir eru best henta hverju sinni, árlega eða oftar.
Fjármunum Menningarsjóðs skal í meginatriðum skipt milli eftirfarandi styrkja- og stuðningsflokka:
Að öll börn og unglingar eigi kost á einhvers konar íþróttaiðkun nálægt heimili sínu eða skóla.
Að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi.
Að byggja upp aðstöðu sem er líkleg til að stuðla að ofangreindum markmiðum
Að styðja almennt við íþrótta- og æskulýðsstarf klúbba og félaga sem halda úti metnaðarfullu starfi á sínu nærsvæði.
Umsóknir verða að öllu jöfnu skilgreindar samkvæmt þremur flokkum, en þeir eru ungir afreksmenn í íþróttum, sérstök verkefni og stuðningur við félög. Fagráð metur umsóknir hvað varðar unga afreksmenn og gefur þeim einkunn á grundvelli staðfestra viðmiðana. Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar.
Allar upplýsingar sem tilheyra umsóknum og vinnslu þeirra skal farið með sem trúnaðarmál. Einstaklingar sem skipa fagráð á hverjum tíma skulu njóta nafnleyndar við störf sín.
Gera skal grein fyrir úthlutunum úr sjóðnum á heimasíðu KEA og í ársskýrslu félagsins.
Loforð um styrk fyrnist á tveimur árum frá því að það var gefið formlega. Ekki skal veita styrki til verkefna nema þau séu fjármögnuð að fullu og að af þeim verði. Styrkþegar þurfa að veita styrk viðtöku við úthlutun. Styrkþegar fá ekki úthlutað styrk 2 ár í röð nema um íþróttafélög sé að ræða eða í undantekningartilvikum önnur félög sem eru með reglulega, virka eða fjölbreytta starfsemi. Styrkir eru ekki veittir til hlutafélaga og opinberra aðila eða stofnanna á þeirra vegum.
Með staðfestingu reglugerðar þessarar falla úr gildi eldri reglur Menningar- og viðurkenningarsjóðs KEA.
Samþykkt á fundi stjórnar KEA í nóvember 2025