Við bjóðum upp á afþreyingu, gott kaffi, mat beint frá býli og allskyns vöfflur, hamborgara í vöfflu, kjúkling í vöfflu og margskonar sætar vöfflur. Það sem gerir Kaffi kú öðruvísi en önnur kaffihús er afþreyingin, staðsetningin, vöfflurnar og útsýnið á kaffihúsinu. Hægt er að fylgjast með 300 kúm og kálfum í afslöppuðu umhverfi, kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.
Viðskiptakjör
10% afsláttur af aðalréttum.
Gildir ekki af öðrum tilboðum.