Fyrirvarar vegna úthlutuna úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

KEA setur þann fyrirvara um greiðslu úthlutaðra styrkja að full fjármögnun verkefnisins náist og fullvíst sé að af verkefninu verði. Einnig er skilyrði útgreiðslu að styrkþegi mæti við afhendingu styrksins. Vakin er athygli á því að aðilar eða verkefni geta ekki fengið úthlutun úr sjóðnum tvö ár í röð. Styrkir eru ekki veittir til hlutafélaga og sveitarfélaga (eða stofnanna þeirra). Styrkir fyrnast séu þeir ekki sóttir innan tveggja ára frá úthlutun.
 
Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsóknir sínar, nauðsynlegt er að nota umsóknareyðublöð sjóðsins.

Athygli er vakin á því að launamiðar verða gefnir út vegna úthlutunar styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Því er einstaklingum sem fá styrki úr sjóðnum bent á að halda til haga kvittunum vegna kostnaðar við viðkomandi verkefni.