Úthlutun í desember 2003

Ýmis verkefni – 100 þúsund krónur í hlut hvers:


Ungmennafélagið Efling í Reykjadal
Vegna uppfærslu á nýju íslensku leikriti – Landsmótinu eftir Jóhannes Sigurjónsson og Hörð Benónýsson.

Tónvinafélag Laugaborgar í Eyjafjarðarsveit
Vegna kynningar, heimasíðugerðar, tónleika o.fl.

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari í Dalvíkurbyggð

Til útgáfu á geisladiski með einleiksverkum á píanó.

Stúlknakór Akureyrarkirkju
Vegna tónleikaferðar til Svíþjóðar.

Menningar- og listvinafélagið Beinlaus biti í Ólafsfirði

Vegna útgáfu á nýjum geisladiski með hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust

ÍsMedia/Kristlaug Sigurðardóttir.
Vegna framleiðslu á kvikmynd í fullri lengd sem gerist á Akureyri.

Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Árleg hátíð í ágúst á Dalvík sem hefur fest sig í sessi sem ein af fjölsóttustu hátíðum ársins á landinu.

Sproti ehf. á Þverá í Skíðadal
Til vinnslu menningar- og fræðsluverkefnis fyrir börn.

Yean Fee Quay, myndlistarmaður á Akureyri
Til að þróa tölvutækt efni vegna sýningar í Listasafninu á Akureyri.

Nonnahús á Akureyri

Til að hanna, prenta og þýða upplýsingabækling

Ólafur Sveinsson, myndlistarmaður á Akureyri
Vegna myndlistarsýningar.

Nemendafélag Myndlistaskólans á Akureyri
Vegna uppákoma á aðventunni 2003 í miðbæ Akureyrar.

Erlingur Sigurðarson á Akureyri
Til að efla ljóðlist.

Smámunasafn Sverrir Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit

Vegna skráningar muna safnsins.

Listasafnið á Akureyri
Vegna sýningarinnar “Konur allra landa” – 177 verk 177 kvenna.

Sundfélagið Óðinn á Akureyri
Til markvissrar sundþjálfunar fatlaðra barna og unglinga.

Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri
Til kaupa á búnaði fyrir sjúklinga.

Alþjóðastofan á Akureyri
Vegna menntasmiðju fyrir konur af erlendum uppruna.

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf
Til gerðar sögukorts fyrir Norðurland eystra.

Þorsteinn Þorsteinsson Akureyri.
Til könnunar á fuglífi í Hrísey.


Styrkþegar í B-flokki – ungt afreksfólk

Vilhjálmur I. Sigurðarson, trompetleikari frá Gröf 1 í Eyjafjarðarsveit, Stundar nám í trompetleik í Osló í Noregi – 300 þúsund krónur.

Elsa Guðrún Jónsdóttir, gönguskíðakona frá Ólafsfirði
Stundar nám í skíðamenntaskóla í Noregi og leggur þar stund á íþrótt sína – 300 þúsund krónur.

Pálmar Pétursson, handknattleiksmaður frá Húsavík Unglingalandsliðsmaður í sinni íþrótt – 300 þúsund krónur.

Rut Sigurðardóttir, taekwondokona á Akureyri
Vegna kostnaðar við æfingabúðir – 300 þúsund krónur.

Einar Guðni Valentine, íshokkímaður í Skautafélagi Akureyrar
Á sæti í tveimur landsliðum Íslands í íshokkí – undir 18 og 20 ára aldri - 300 þúsund krónur.

Kristján Uni Óskarsson, skíðamaður í alpagreinum frá Ólafsfirði
Einn af efnilegustu skíðamönnum landsins. Stundar nám ískíðamenntaskóla í Noregi og fær þar tækifæri til þess að leggja stundá íþrótt sína. Stefnir á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum árið 2006 –160 þúsund krónur.

Margrét Ragna Bjarnadóttir, júdókona úr Eyjafjarðarsveit.
Leggur alúð við sína íþrótt og hefur nú þegar náð langt – 160 þúsund krónur.

Helga Margrét Clarke, listhlaupari á skautum frá Akureyri
Er í allra fremstu röð hér á landi í sinni íþróttagrein. Aflar sérmenntunar og reynslu í þjálfun í listhlaupi á skautum – 160 þúsundkrónur.

 

Til baka