Úthlutun í desember 2005

 

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Listasafninu á Akureyri 3. desember 2005.

Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,250 milljónir króna.


 


Almennur flokkur - hver styrkur 150 þúsund kr.

 

 

Tónræktin ehf.
Til þróunar á tónlistarkennslu barna á aldrinum 4-6 ára.

Tónlistarfélag Akureyrar

Vegna vetrardagskrár félagsins.

Leikklúbburinn Krafla í Hrísey
Til uppsetningar á leikverki

Dóróthea Jónsdóttir, Eyjafjarðarsveit
Til að byggja upp markaðstorg fyrir íslenskt handverk á netinu - www.listaland.is

Bjarni E. Guðleifsson
Vegna útgáfu sinnar fyrstu bókar í ritaröðinni “Náttúruskoðaranum” sem inniheldur ýmsan almennan fróðleik úr náttúrunni.

Nedjelkja Marijan frá Serbíu
Vegna útgáfu ljóða sinna sem segja frá lífi hennar. Nedjelkja flutti til Akureyrar árið 2002.

Hafdís K. Ólafsson

Til að koma upp úra- og gullsmíðasafni á Siglufirði.

Nonnahús
Vegna útgáfu kynningarbæklinga ætlaða erlendum ferðamönnum.

Jóhann Daníelsson, Dalvík

Vegna söfnunar á ýmsum heimildum um líf og starf fólks í Svarfaðardal á síðustu öld.

Sögufélag Svalbarðsstrandar
Vegna söfnunar gamalla heimilda, sérstaklega myndefnis er tengist Svalbarðsströnd.

Listalíf ehf.
Vegna gerðar heimildarmyndar um Sverri Hermannsson, húsasmíðameistara og safnara.


Eftirtaldir hlutu styrk að upphæð 100 þúsund kr. hver:

Leikmenn meistaraflokks KA í handknattleik

Vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni félagsliða.

Knattspyrnufélag Siglufjarðar

Vegna Pæjumótsins sem haldið er ár hvert á staðnum.

Handknattleiksdeild Þórs
Til reksturs deildarinnar.

Erling Þorgrímsson frá Húsavík
Til að halda vímuefnalausa tónleika fyrir ungt fólk.

Ungir afreksmenn, styrkir að upphæð 200 þúsund kr. hver:

Inga Steinunn Helgadóttir
Inga Steinunn tók þátt í Alþjóðlegu Ólympíuleikunum í stærðfræði sl. sumar. Inga stundar nú nám í efnafræði í Þýskalandi.

Arnar Þór Stefánsson
Arnar tók þátt í Ólympíuleikunum í efnafræði sl. sumar, hann stundar nú nám í efnafræði við Háskóla Íslands með áherslu á verkfræði .

Jón Ingi Hallgrímsson
Vegna æfingaferða með U-20 ára landsliði Íslands í íshokkí. Jón Ingi er tvímælalaust í fararbroddi íslenskra íþróttamanna í sinni grein.

Sigfús Fossdal, kraftlyfingamaður
Sigfús er tvöfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari unglinga, hann varð fjórði á Heimsmeistaramóti unglinga í Bandaríkjunum á liðnu hausti.

Víkingur Þór Björnsson, skíðamaður
Hann keppir fyrir hönd Skíðafélags Akureyrar, en er nú búsettur í Noregi. Víkingur er í fremstu röð skíðamanna í sínum aldursflokki.

Kristján Uni Óskarsson, skíðamaður frá Ólafsfirði
Kristján Uni hefur verið einn besti skíðamaður landsins síðustu ár.

Ásta Björk Ingadóttir, skíðamaður frá Akureyri
Ásta Björk hefur keppt með unglingalandsliði Íslands á skíðum um árabil. Hún er ótvírætt í hópi bestu skíðamanna landsins.

Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðamaður frá Akureyri
Dagný Linda hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra skíðamanna. Hún er margfaldur Íslandsmeistari og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðlegum mótum.

Jón Viðar Þorvaldsson, skíðamaður frá Akureyri
Jón Viðar varð Íslands- og bikarmeistari í flokki 13-14 ára unglinga árið 2004 og keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum æskunnar sl. vetur. Hann er nú staddur í Noregi við æfingar og keppni.

Óðinn Guðmundsson, skíðamaður frá Akureyri
Óðinn tók þátt í heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum í febrúar sl. og er án vafa í fremstu röð skíðamanna í sínum aldursflokki.

Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðamaður frá Ólafsfirði
Elsa hefur unnið til fjölmarga Íslandsmeistaratitla á skíðagönguferli sínum. Hún er ótvírætt í allra fremstu röð íslenskra skíðamanna og keppir nú ötullega að því að vinna sér sæti á Vetrar-Ólympíuleikunum í vetur.

 

 Til baka