Úthlutun í nóvember 2006

Úthlutað úr flokki almennra styrkja en þar var hver styrkur kr. 150.000.-.  Eftirtaldir fengu úthlutun:
 • Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga  til að standa fyrir Menningarhátíð fyrir fatlaða.
 • Menningarsmiðjan Populus tremula sem stendur fyrir röð listviðburða á menningarhátíð sem þeir kalla "Lýsum skammdegið upp".  Þar sem meðal annars er boðið uppá tónlistarviðburði og myndlist.
 • Björg Þórhallsdóttir söngkona.
 • Hljómsveiting Vipepe-Marimba sem er skipuð 13-15 ára börnum úr Hafralækjarskóla í Aðaldal.  Þau spila afríska tónlist.
 • Kvæðamannafélagið Gefjun sem varðveitir íslenska rímnahefð, iðkar hana, safnar efni og varðveitir.
 • Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi til að skjóta stoðum undir félagið og starfssemi þess.
 • Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar  til að halda áfram tökum af kvæðamönnum vítt og breytt um Ísl. til sýninga í Þjóðlagasetri.
 • Fornleifaskóli barnanna sem er Samvinnuverkefni Ferðaþjónustunnar á Narfastöðum og grunnskólans Litlu laugum.
 • Michael Jón Clarke sem hlýtur styrk til að gefa út geisladisk og bók eftir að hafa haldið tónleika í Laugaborg og flutt Vetrarferðina eftir Shubert.
 • Hlöðver Sigurðsson sem stundar einkanám í söng hjá Kristjáni Jóhannssyni og hlýtur styrk til að halda tónleika á félagssvæði KEA.
 • SÍUNG samtök barna- og unglingabókahöfunda hlýtur styrk til að halda barnabókahátíð á Akureyri.
 • Helena Eyjólfsdóttir hýtur styrk til að halda upp á 50 ára söngafmæli sitt með tónleikum.
 • Ferðafélagið Fjörðungur hlýtur styrk til að merkja 30 eyðibýli í Fjörðum og á Látrastönd.
 • Sögufélag Eyfirðinga  hlýtur styrk til að vinna ábúenda- og jarðatal Stefáns Aðalsteinssonar fyrir Eyjafjarðarsveit og jarðirnar norður að Glerá.

Eftirtaldir fengu styrk í flokki þátttökuverkefna:

 • Eyjafjarðarsveit kr. 800.000.- til að Koma upp Búvéla-og búnaðarsögusafni í Saurbæ en í Sólgarði sem stendur við Saurbæ er nú rekið Smámunasafn.
 • Nonnahús kr. 300.000.-  til að setja upp sýningu í tilefni 150 ára afmælis Nonna, á Akureyri, Reykjavík og e.t.v í Þýskalandi.
 • Hjálmar Stefán Brynjólfsson kr. 300.000.- til að halda áfram vinnu við að skrá Bókasafn Davíðs Stefánssonar en hann hefur þegar hafið þá vinnu.
 • Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kr. 450.000.- til að standa fyrir skólatónleikum.
 • Safnahúsið á Húsavík/sjóminjasafn 400.000.- til að búa til gagnagrunn eða landupplýsingakerfi þar sem skrá á öll fiskimið Þingeyinga þ.e. Árabátamiðin.
 • Kristján Kristjánsson kr. 300.00.- til að gefa út heildarljóðasafn Kristjáns frá Djúpalæk.
 • Sveinn Elías Jónsson kr. 250.000.- til að byggja veg að gröf Hræreks konungs
 • Ferðafélag Siglufjarðar kr. 200.000.- til að merkja gönguleiðir umhverfis Siglufjörð.


  Til baka