120 styrkumsóknir bárust í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsti í september eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA.  Auglýst var eftir umsóknum í tveimur flokkum, í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna.

Umsóknafrestur rann út þann 15. október og alls bárust sjóðnum 120 umsóknir.  Fagráð fá nú umsóknir til umsagnar og leggja þau fram tillögu að úthlutun hverju sinni.

Allir þeir sem sendu inn umsókn munu fá bréf  með upplýsingum um það hvort verkefni viðkomandi fær úthlutað styrk í þetta skipti.  Úthlutun mun fara fram í nóvember og verða nánari upplýsingar varðandi hana að finna hér á síðunni.