25 milljónir til samfélagslegra verkefna

Í ljósi góðrar afkomu á síðasta ári, hefur stjórn KEA ákveðið að veita styrki til nokkurra verkefna. Þetta kom fram í máli Hannesar Karlssonar stjórnarformanns á aðalfundi KEA í dag. Stjórn félagsins samþykkti allt að 10 milljónir króna til kaupa á hágæða flygli fyrir Hof menningarhús og allt að 10 milljónir króna til kaupa á nýju ómskoðunartæki fyrir FSA.Þá samþykkti stjórnin allt að 2,5 milljónir kórna til Krabbameinsfélags Akureyrar og Eyjafjarðar, sem m.a. fer í að greiða niður gistikostnað fyrir sjúklinga og sömu upphæð til endurnýjunar á tækjum á endurhæfingastöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga á Bjargi.