Að gefnu tilefni

Í frétt Fréttablaðsins í dag eru birtar ávirðingar um að KEA hafði blekkt Akureyrarkaupstað í viðskiptum í janúar 2016 með um 15% eignarhlut í nýsköpunarsjóðnum Tækifæri hf. á grundvelli þess að KEA hafi haft aðrar og betri upplýsingar um hið keypta.  Slíkum órökstuddum og óskiljanlegum ávirðingum er með öllu vísað á bug.  Á þessum tíma sátu bæði starfmaður KEA og Akureyrarkaupstaðar í stjórn Tækifæris.  Aðilar viðskiptanna sátu því algjörlega við sama borð hvað aðgengi að upplýsingum varðar.  Þá skal það einnig upplýst að allir aðrir hluthafar í Tækifæri fengu upplýsingar um viðskiptin beint í framhaldi þeirra þar sem forkaupréttarákvæði eru í samþykktum félagsins.  Því var eðli máls samkvæmt engin leynd um þessi viðskipti gagnvart öðrum hluthöfum.