Að gefnu tilefni vegna frétta um málefni Slippsins Akureyri ehf.

Í framhaldi af viðtali Morgunblaðsins við Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóra Slippsins Akureyri ehf., í dag vill KEA taka fram eftirfarandi: Forsvarsmenn Slippsins Akureyri ehf. leituðu til KEA um að koma að hinu nýja félagi og áttu þeir fund með framkvæmdastjóra KEA s.l. mánudag og lögðu þar fÍ framhaldi af viðtali Morgunblaðsins við Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóra Slippsins Akureyri ehf., í dag vill KEA taka fram eftirfarandi: Forsvarsmenn Slippsins Akureyri ehf. leituðu til KEA um að koma að hinu nýja félagi og áttu þeir fund með framkvæmdastjóra KEA s.l. mánudag og lögðu þar fram hugmyndir sínar um það efni. Þar kom fram að félagið hefði þegar safnað sér nægjanlegs hlutafjár til að hefja endurreisn starfseminnar líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Þar lágu einnig fyrir hugmyndir af hálfu forsvarsmanna Slippsins Akureyri ehf. sem voru þess eðlis að stjórnendur KEA töldu þær ekki aðgengilegar þar sem þær gerðu m.a. ráð fyrir því að KEA kæmi að verkefninu á öðrum og lakari kjörum en aðrir og að það yfirverð rynni til tiltekinna hluthafa félagsins í stað félagsins sjálfs. Það skal undirstrikað að KEA útilokar ekki og hefur aldrei gert að taka þátt í þessu verkefni, enda komi félagið þá að Slippnum Akureyri ehf. með sambærilegum hætti og aðrir hluthafar. KEA fagnar því að tekist hafi að endurreisa rekstur Slippstöðvarinnar og að þetta nýja félag hafi tryggt sér það fjármagn í upphafi sem þeir töldu sig þurfa til endurreisnarinnar.