Aðalfundur Akureyrardeildar KEA

Verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00 á Hótel KEA
Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Kosnir verða fulltrúar til aðalfundar KEA sem áformað er að halda 30. apríl og eru þeir félagsmenn Akureyrardeildar KEA sem vilja gefa kost á sér sem fulltrúar á aðalfund KEA, beðnir um að tilkynna það í síma 460 3400 (Ásta) eða í tölvupóstfangið asta@kea.is fyrir kl. 16:00 þann 21. mars.  Þeir sem voru fulltrúar á aðalfundi KEA 2012 eru sérstaklega beðnir um að staðfesta áhuga sinn.
Á fundinum munu Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins, kynna verkefnið Arctic Services.
Deildarstjórn Akureyrardeildar KEA