Aðalfundur Akureyrardeildar KEA

Verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Hlíðarbergi, Hótel KEA.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Kjörnir verða fulltrúar til aðalfundar KEA sem áformað er að halda 29. apríl nk. Auk þess verða tveir aðalmenn í stjórn kosnir til 3ja ára, einn til 1 árs og deildarstjóri kosinn til eins árs.

Stjórn Akureyrardeildar tilkynnir í samræmi við samþykktir félagsins og samþykktir fyrir starfsemi félagsdeilda KEA við val á fulltrúum Akureyrardeildar á aðalfundi KEA, verður eftirfarandi verklag viðhaft:

• Notast verður við slembiúrtaki (tilviljunarúrtaki) við uppstillingu á tilnefningum deildarstjórnar á aðalfundarfulltrúum, sækist fleiri en 50    félagar eftir fundasæti.
• Röðun varamanna verður eftir sama slembiúrtaki.
• Við uppstillingu verður farið eftir jafnréttisstefnu KEA svf.
• Deildarfundur kýs um tilnefningu deildarstjórnar á aðalfundi deildarinnar.

Eru þeir félagsmenn Akureyrardeildar KEA sem vilja gefa kost á sér sem aðalfundarfulltrúar á aðalfund KEA, beðnir um að tilkynna það í síma 460 3400 (Ásta) eða í tölvupóstfangið asta@kea.is fyrir kl.16:00 mánudaginn 18. mars.