Aðalfundur KEA

Aðalfundur KEA var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardaginn.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Erlendur Hjaltason forstjóri Exista erindi á fundinum.  Ársskýrsla KEA 2006 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Þeir stjórnarmenn sem voru í kjöri nú voru Hallur Gunnarsson, Jóhannes Ævar Jónsson og Soffía Ragnarsdóttir sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Hallur og Jóhannes voru endurkjörnir en auk þeirra var Erla Björg Guðmundsdóttir kjörin í stjórn félagsins.

Varamenn til eins árs voru kosin Njáll Trausti Friðbertsson, Guðný Sverrisdóttir og Birgir Guðmundsson.