Akureyri í öndvegi - íbúaþing 18. september í Íþróttahöllinni!

Miðbærinn á Akureyri og framtíðarþróun hans verður í öndvegi á íbúaþingi í Íþróttahöllinni á Akureyr…
Miðbærinn á Akureyri og framtíðarþróun hans verður í öndvegi á íbúaþingi í Íþróttahöllinni á Akureyri nk. laugardag.
Næstkomandi laugardag efnir Akureyri í öndvegi, sem er verkefni um eflingu miðbæjarins á Akureyri, til íbúaþings í Íþróttahöllinni á Akureyri og stendur það frá kl. 10 til 18. Akureyringar eru hvattir eindregið til þess að taka þátt í þinginu og hafa áhrif á hvernig miðbærinn á Akureyri lítur út í fNæstkomandi laugardag efnir Akureyri í öndvegi, sem er verkefni um eflingu miðbæjarins á Akureyri, til íbúaþings í Íþróttahöllinni á Akureyri og stendur það frá kl. 10 til 18. Akureyringar eru hvattir eindregið til þess að taka þátt í þinginu og hafa áhrif á hvernig miðbærinn á Akureyri lítur út í framtíðinni, en tekið verður mið af þeim hugmyndum sem fram koma á þinginu í þeirri alþjóðlegu arkitektasamkeppni um miðbæinn sem er framundan. Gert er ráð fyrir að tillögur arkitektanan verði kunngjörðar á sumardaginn fyrsta í vor. Rétt er að rifja upp að aðalfundur KEA sl. vor samþykkti að leggja þessu verkefni lið með sex milljóna króna fjárframlagi. Mörg fleiri fyrirtæki lögðu síðan fjármuni í púkkið og þegar upp er staðið söfnuðust um þrjátíu milljónir króna. Á íbúaþinginu á laugardag verður boðið upp á barnagæslu og því er ekki fyrirstaða fyrir fjölskyldufólk að líta við og taka þátt. Fólk getur verið eins lengi á þinginu og það vill; hálftíma, klukkutíma, fjóra tíma eða allan daginn – allt eftir vilja hvers og eins. En í stórum dráttum er dagskrá íbúaþingsins eftirfarandi: Klukkan tíu verður þingið sett og síðan verður tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Skráning þátttakenda og heitt á könnunni frá 9.45 til 10. Klukkan 10.15 hefst umræða um miðbæinn – hver eru vandamálin og hvernig er draumamiðbærinn? Einnig verður rætt um skóla- og menningarstarfsemi – hvernig megi efla hana á Akureyri og hvernig hún geti eflt miðbæinn. Þá verður rætt um atvinnulífið – hvaða atvinnustarfsemi þurfi að vera í miðbænum og hvernig miðbærinn geti styrkt atvinnulífið í bænum. Klukkan tólf verða kynntar niðurstöður úr umræðuhópunum og grunnskólabörn kynna niðurstöður úr vinnu sinni í skólum bæjarins. Þá verður tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum. Klukkan 13.15 hefjast umræður um umhverfið – hvernig þurfi að bæta umhverfi miðbæjarins og efla samgöngur við miðbæinn. Þá verður þeirri spurningu velt upp hvernig unnt sé að tryggja gott samfélag fyrir alla og sömuleiðis verður leitast við að svara því hvað unga fólkinu finnist um miðbæinn og bæinn í heild. Klukkan 14.15 kynna þáttakendur niðurstöður hópa og hálfri klukkustund síðar verður umræðum fram haldið. Rætt verður um lifandi miðbæ – byggingarsvæði í og við miðbæinn, tengingar við miðbæinn, samgöngur, opin svæði, íþróttasvæði, atvinnulífið og miðbæinn, Akureyri – höfuðstað Norðurlands og sögu og menningu – varðveislu og miðlun. Niðurstöður úr þessum umræðum verða kynntar kl. 16.30 og kl. 17.15 taka allir þingfulltrúar þátt í umræðum um næstu skref. Þinginu verður síðan slitið kl. 18.