Ánægja með Kaupdaga KEA og mikil fjölgun félagsmanna

Óhætt er að segja að samstarfsaðilar og félagsmenn í KEA hafi almennt verið mjög ánægðir með Kaupdaga KEA, sem efnt var til 23. nóvember til 18. desember á liðnu ári, og var umfang þeirra í samræmi við þær væntingar sem lagt var upp með.Í kjölfar Kaupdaga KEA spunnust miklar umræður meðal almennings um félagið og í kjölfarið ákvað stjórn KEA að bjóða íbúum á félagssvæðinu félagsaðild sér að kostnaðarlausu og að félagið greiddi, tímabundið, í stofnsjóð fyrir nýja félagsmenn. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og frá því að Kaupdagar KEA hófust 23. nóvember sl. hafa sem næst 1300 nýir félagsmenn bæst í hópinn og eru félagsmenn í KEA þar með orðnir ríflega níu þúsund. Hafin er vinna við útgáfu fríðindakorts KEA, sem verður félagsmönnum að kostnaðarlausu, og er stefnt að útgáfu þess í febrúar 2006.