Áttu góða hugmynd ? Nýsköpunarsamkeppni á www.upphaf.is

Fjárfestingafélagið Upphaf ehf. auglýsir eftir hugmyndum um nýsköpunarverkefni sem gætu komið til framkvæmda í Eyjafirði eða Þingeyjarsýslum.  Ekki er skilyrði að verkefnin séu alfarið bundin við svæðin og nægir að þau tengist þeim að hluta. Ekki er aðeins leitað eftir hugmyndum um sjálfstæð verkefni heldur getur líka verið um að ræða verkefni sem eru hluti af annarri starfsemi eða rekstri.  Verkefnin geta bæði verið á algeru byrjunarstigi eða lengra komin.

Þriggja manna dómnefnd fer yfir allar hugmyndir sem berast og þrjár bestu hugmyndirnar hljóta peningaverðlaun auk þess sem Upphaf mun í samráði við vinningshafa kanna möguleika á heildafjármögnun til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.    

1. Verðlaun eru kr. 300.000.-
2.  Verðlaun eru kr. 200.000.-
3.  Verðlaun eru kr. 100.000.-

Skilafrestur er til 10. maí 2006 og er hægt að nálgast eyðublöð á heimasíðu Upphafs.

Skoðaðu allar nánari upplýsingar á heimasíðu Upphafs