Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.  Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka:
  • Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu.
  • Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála.  Í flokki þátttökuverkefna er horft til stærri verkefna á sviði menningamála á félagssvæði KEA.

 Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni.

 Umsóknarform má nálgast á heimasíðu KEA www.kea.is eða á skrifstofu félagsins og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36 á Akureyri fyrir 6. nóvember 2007.