Auglýst eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar. Nánari upplýsingar má sjá hér.Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni en umsóknarfrestur er til 13. apríl.  Reglugerð Menningar- og viðurkenningasjóðs má finna hér á heimasíðu félagsins.