Bösendorfer flygillinn kominn í Hof.

Bösendorfer flygillinn sem KEA keypti til að hafa í menningarhúsinu Hofi hefur verið komið fyrir á sínum framtíðarstað í Hofi. Margs er að gæta þegar  flutt er svo verðmætt hljóðfæri og var sérhæft flutningalið sem hefur yfir að ráða fullkomnasta búnaði til slíks fengið til verksins. Í umbúðunum voru höggvarnir og búnaður sem heldur rakastigi réttu.  KEA flygillinn verður annar af aðalflyglum hússins.