Deildarfundir í Vestur-Eyjafjarðardeild og Út-Eyjafjarðardeild

Deildarfundur í Vestur-Eyjafjarðardeild verður haldinn í Þelamerkurskóla mánudaginn 4. apríl kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um hverastrýturnar í Eyjafirði – rannsóknir – tækifæri í ferðaþjónustu o.fl. Frummælendur verða Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður útibúDeildarfundur í Vestur-Eyjafjarðardeild verður haldinn í Þelamerkurskóla mánudaginn 4. apríl kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um hverastrýturnar í Eyjafirði – rannsóknir – tækifæri í ferðaþjónustu o.fl. Frummælendur verða Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunarinnar á Akureyri, og dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. -------------------- Deildarfundur í Út-Eyjafjarðardeild verður í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 20 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um atvinnusköpun við utanverðan Eyjafjörð – ný tækifæri. Frummælendur verða Kolbrún Reynisdóttir, Árgerði við Dalvík, sem fjallar um framtíðarsýn ferðaþjónustu við utanverðan Eyjafjörð og Haraldur Ingi Haraldsson og Víðir Björnsson – Norðurskel í Hrísey - en þeir fjalla um kræklingarækt – nýja möguleika í atvinnusköpun. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Fundirnir eru öllum opnir og er fólk hvatt til þess að fjölmenna og taka þátt í áhugaverðum umræðum.