Félagsmenn í KEA 21 þúsund

Ásta Guðný Kristjánsdóttir starfsmaður KEA afhendir Örnu Rut Sveinsdóttur gjafabréf
Ásta Guðný Kristjánsdóttir starfsmaður KEA afhendir Örnu Rut Sveinsdóttur gjafabréf

Arna Rut Sveinsdóttir sótti um KEA kort á dögunum og varð hún tuttugu og eitt þúsundasti félagsmaðurinn í KEA. Af því ánægjulega tilefni var henni afhent gjafabréf í Nettó og Kjörbúðinni að upphæð 21. þúsund krónur. Ánægjulegt að sjá að félagmönnum í KEA fjölgar alltaf jafnt og þétt.