Félagsmenn KEA orðnir 17.000

Félagsmönnum í KEA fjölgar jafnt og þétt og eru þeir nú orðnir 17 þúsund. Hátt í 70% íbúa á félagssvæðinu 18 ára og eldri eru félagsmenn í KEA. Ekkert lát er á vinsældum KEA kortsins og samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í vor nota 80% félagsmanna kortið einu sinni í viku og yfir 62% nota kortið oftar en tvisvar í viku. Mjög góð viðbrögð hafa verið við tilboðum samstarfsaðila sem send hafa verið út á póstlista félagsmanna og höfum við áhuga á að efla þann þátt verulega.
Félagsmenn sem skipt hafa um netfang eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu svo þeir missi ekki af tilboðum KEA kortsins.