Fræðslufundur um hálendisveg yfir Kjöl

Norðurvegur ehf stendur fyrir kynningu á hugmyndum um nýjan veg yfir Kjöl.  Verkefnið verður kynnt auk þess sem boðið verður uppá fræðsluerindi tengd hálendisvegum og samgöngumálum almennt.

Dagskrá

  • Kynning á Norðurvegi ehf.  Halldór Jóhannsson stjórnarformaður Norðurvegar ehf.
  • Kjalvegur - samanburður við aðrar leiðir milli Akureyrar og Reykjavíkur.  Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri.
  • Áhugamál Kristjáns sjöunda.  Ómar Ragnarsson fréttamaður.
  • Heilsársvegur um Kjöl.  Bárður Árnason, Verkfræðistofu Suðurlands.
  • Kjalvegur, flutningar og áhrif á atvinnulíf.  Sigmundur Ófeigsson framkvæmdstjóri Norðlenska.

Kynningafundurinn fer fram á KEA hótel 22. mars frá  kl. 15:15 til 16:45 og er öllum opinn.