Framkvæmdastjóri KEA lætur af störfum

Framkvæmdastjóri KEA, Andri Teitsson, hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og hefur stjórn fallist á uppsögn hans. ”Við hjónin eigum von á tvíburum auk þess sem við eigum fyrir fjögur börn 8 ára og yngri. Í ljósi þessa taldi ég mér ekki annað fært en að biðja um langt fæðingarorlFramkvæmdastjóri KEA, Andri Teitsson, hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og hefur stjórn fallist á uppsögn hans. ”Við hjónin eigum von á tvíburum auk þess sem við eigum fyrir fjögur börn 8 ára og yngri. Í ljósi þessa taldi ég mér ekki annað fært en að biðja um langt fæðingarorlof í samræmi við lög og reglur. Þetta hefði þó leitt til þess að málefni KEA hefðu verið í biðstöðu um lengri tíma og taldi stjórn það óheppilegt. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu lausu og víkja strax fyrir nýjum manni. Félagið hefur á undanförnum árum styrkt fjárhagsstöðu sína verulega og mótuð hefur verið ný stefna sem á að geta orðið leiðarljós þess inn í framtíðina. Þá hefur náðst verulegur árangur í mörgum verkefnum og vil ég þar nefna sem dæmi fjárhagslega endurskipulagningu Norðlenska matborðsins og alþjóðlegu hugmyndasamkeppnina Akureyri í öndvegi. Skoðanakönnun síðastliðinn vetur sýndi almennt jákvætt viðhorf til félagsins og starfsemi þess. Ég lít því sáttur yfir farinn veg og óska félaginu alls hins besta í framtíðinni. Ég vil þakka stjórn, starfsmönnum, félagsmönnum öllum og öðrum samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt starfi framkvæmdastjóra.” Andri Teitsson ”Ég vil þakka Andra sinn þátt í mótun KEA frá árinu 2003. Félagið hefur gengið í gegn um gríðarlega miklar breytingar á þessum tíma og er nú albúið að láta til sín taka í atvinnumálum og margvíslegum framfaramálum á félagssvæðinu. Efnahagur félagsins er sterkur og væntingar til þess eru miklar. Stjórn KEA óskar Andra og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni.” Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA. Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri Hildings (dótturfélags KEA), mun gegna störfum framkvæmdastjóra KEA til bráðabirgða eða þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa.