Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Creditinfo staðfestir hér með að KEA svf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2015 og hefur verið á listanum undanfarin fjögur ár. KEA svf. er því á meðal þeirra sem efla íslenskt efnahagslíf.

Eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2015.

Af rúmlega 35.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá uppfylla 682 nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki 2015. 

KEA svf. er á meðal 1,9% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur og er nr. 55 á listanum.

Skilyrðin eru:

  • Að hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Að ársniðurstaðan sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Að eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð
  • Skráður framkvæmdastjóri í hlutafélagaskrá
  • Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrarform ehf., hf. eða svf.