Hafnarstræti 98 endurbyggt

H98 ehf. sem er að jöfnu í eigu KEA og Saga fjárfestingabanka, hefur gert samning við fyrirtækið Akureyri backpackers um endurbyggingu og leigu á Hafnarstræti 98.

Fyrirtækið hyggst opna gistiheimili í húsinu ásamt því að reka upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og kaffihús á jarðhæðinni.  Að sögn Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra mun húsið rúma 102 gesti í svefnpokagistingu í 16 fjögurra til átta manna herbergjum og 7 tveggja manna herbergjum,  áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 160 mkr. og hefur fjármögnun verið tryggð.