Hafnarstræti 98 fær viðurkenningu

Hafnarstræti 98
Hafnarstræti 98

KEA hefur hlotið viðurkenningu Húsverndunarsjóðs Akureyrabæjar fyrir húsnæði sitt við Hafnarstræti 98. En eins og þekkt er var húsnæðið endurgert á síðastliðnu ári.  Þetta er annað húsnæðið í eigu KEA sem hlýtur þessi verðlaun en KEA hlaut fyrir nokkrum árum sömu viðurkenningu fyrir Kaupvangsstræti 6 eða Bögglageymsluna eins og húsið er oft kallað.  Hafnarstræti 98 var endurgert og leigt undir starfsemi Akureyri Backpackers en eigendur þess félags sáu um endurgerð hússins sem og hönnun.  Allar fasteignir í eigu KEA hafa nú fengið verulega endurgerð en KEA endurbætti einnig Glerárgötu 36 fyrir nokkrum árum en þar eru skrifstofur félagsins nú til húsa.