Hagnaður KEA 263 milljónir á síðasta ári

Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 263 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Veltufé til rekstrar nam 26 millj. kr.Heildareignir félagsins nema 5.101 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 840 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 423 millj.kr.  Bókfært eigið fé er því 4.261 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%.

Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. (KEA) hefur á fundi sínum 13. mars 2006 fjallað um og samþykkt ársreikning félagsins fyrir árið 2005.
Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 263 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.  Veltufé til rekstrar nam 26 millj. kr.
Heildareignir félagsins nema 5.101 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 840 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 423 millj.kr.  Bókfært eigið fé er því 4.261 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%.
Á árinu seldi félagið eignarhlut sinni í Samherja hf. fyrir rúmar 2.000 millj. kr.  KEA á 45% hlut í Norðlenska matborðinu ehf. og jók við eignarhlut sinn í félaginu á árinu um 80 millj. kr.  KEA keypti 70% eignarhlut í Ásprenti Stíl ehf. auk þess að fjárfesta í nokkrum minni verkefnum.
KEA starfar sem fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu. 
Á árinu breytti KEA skipulagi fjárefstingarstarfsemi félagsins og stofnaði í því skyni tvö dótturfélög, Hilding og Upphaf.  Hildingur fjárfestir í þroskuðum fyrirtækjum þar sem vara og/eða þjónusta er þekkt en Upphaf fjárfestir í nýsköpunar- og framtaksverkefnum.  Stofnhlutafé Hildings er 1.200 millj.kr. en 500 millj.kr. hjá Upphafi.
Á árinu veitti KEA margvíslega styrki til mennta-, menningar,- líknar- og æskulýðsstarfsemi að fjárhæð samtals um 58 millj. kr. og eru þeir gjaldfærðir í uppgjörinu.
Félagsmenn í KEA eru 9.040 talsins í lok ársins 2005 og eiga allir jafnan hlut.

Sjá ársreikning KEA