Halldór Jóhannsson ráðinn framkvæmdastjóri KEA

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.

Stjórn KEA ákvað á fundi sínum í gær, 5. september, að ráða Halldór Jóhannsson í starf framkvæmdastjóra félagsins. Halldór Jóhannsson er 33ja ára, viðskiptafræðingur að mennt, og hefur starfað hjá KEA sem fjárfestingastjóri frá því í nóvember 2004. Á árunum 2002-2004 var hann aðstoðarframkvæmdastjóri Kaldbaks og þar áður aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA. Áður en Halldór kom til starfa fyrir KEA starfaði hann í fimm ár hjá Landsbanka Íslands við fjármögnun, fjárfestingar og samrunaráðgjöf. Halldór er kvæntur Erlu Árnadóttur, upplýsinga- og bókasafnsfræðingi, og eiga þau tvö börn.