Hannes endurkjörinn formaður stjórnar KEA

Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknum aðalfundi félagsins um helgina. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður stjórnar og Jóhannes Ævar Jónsson var endurkjörinn ritari.Ein breyting varð á stjórn KEA, Benedikt Sigurðarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Njáll Trausti Friðbertsson kosinn í stjórn í hans stað. Eins og fram hefur komið var kosið um fjögur sæti í stjórn KEA á aðalfundinum. Kjörtímabili þeirra Benedikts Sigurðarsonar, Björns Friðþjófssonar, Hannesar Karlssonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur var lokið en þau þrjú síðastöldu gáfu kost á sér til endurkjörs og náðu öll sæti í stjórn áfram.