Hannes Karlsson stjórnarformaður KEA

Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA, á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður og Jóhannes Ævar Jónsson endurkjörinn ritari. Erla Björg Guðmundsdóttir kemur ný inn í stjórn KEA, stað Soffíu Ragnarsdóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.