KEA efnir til Kaupdaga 23. nóvember til 18. desember

Á fréttamannafundi, sem KEA boðaði til í dag í tilefni af Kaupdögum KEA. Á myndinni eru Halldór Jóha…
Á fréttamannafundi, sem KEA boðaði til í dag í tilefni af Kaupdögum KEA. Á myndinni eru Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi KEA.
KEA efnir til svokallaðra Kaupdaga dagana 23. nóvember til 18. desember 2005. Kaupdagar fela það í sér að á áttunda þúsund félagsmenn KEA fá senda inneignarmiða að andvirði kr. 6.000 auk þess sem þeim bjóðast góð afsláttarkjör af vöru og þjónustu fyrirtækja á félagssvæðinu á þessu tímabili. Á slKEA efnir til svokallaðra Kaupdaga dagana 23. nóvember til 18. desember 2005. Kaupdagar fela það í sér að á áttunda þúsund félagsmenn KEA fá senda inneignarmiða að andvirði kr. 6.000 auk þess sem þeim bjóðast góð afsláttarkjör af vöru og þjónustu fyrirtækja á félagssvæðinu á þessu tímabili. Á sl. vori ákvað stjórn KEA að í ljósi góðs gengis félagsins á árinu 2004 yrði fjármunum varið til að leita viðskiptakjara fyrir félagsmenn. Ákveðið var verja allt að 50 milljónum króna í verkefnið, sem að hluta kemur til framkvæmda nú með Kaupdögum, en samkvæmt samþykktum KEA er eitt af megin markmiðum félagsins að leita viðskiptakjara fyrir félagsmenn. Í framhaldi af Kaupdögum hefst vinna við útgáfu Fríðindakorts fyrir félagsmenn, sem verður þeim að kostnaðarlausu, og mun það líta dagsins ljós í febrúar 2006, ef fram fer sem horfir. Í þessari viku fá félagsmenn sent hefti í pósti, sem hvert inniheldur þrjá inneignarmiða að verðmæti kr. 2.000, auk upplýsinga um samstarfsaðila KEA á Kaupdögum og þau kjör sem samstarfsaðilar bjóða á kaupum á vörum og þjónustu. Sjá nánari upplýsingar um Kaupdaga KEA hér til hliðar, með því að smella á hnappinn ”Kaupdagar”. Þá veitir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir allar upplýsingar um Kaupdaga KEA í síma 460 3400 eða 896 8486 eða á netfanginu ingibjorg@kea.is