KEA eykur hlut sinn í Ferro Zink í 70%

KEA hefur aukið við eignarhlut sinn í Ferro Zink á Akureyri en fyrir átti félagið 44% eignarhlut.  Eigendur félagsins í dag eru tveir en þeir eru KEA með 70% og Jón Dan Jóhannsson með 30% eignarhlut.  Ferro Zink selur stál, rekur smiðju og zinkhúðun á Akureyri og starfrækir verslun fyrir iðnaðarmenn bæði á Akureyri og í Hafnarfirði en velta félagsins á síðasta ári nam rúmum 1,5 milljarði króna.  Hjá félaginu starfa um 57 starfsmenn bæði á Akureyri og í Hafnarfirði.