KEA eykur við hlut sinn í Stefnu

KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu. Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum.