KEA gefur barnadeild FSA leikjatölvu

KEA hefur gefið barnadeild FSA leikjatölvu af fullkomnustu gerð. Aðalheiður Guðmundsdóttir deildarstjóri tók á móti gjöfinni og sagði leikjatölvuna vera kærkomna, en eldri tölva deildarinnar var úr sér gengin. Hún sagði að krakkarnir kynnu sannarlega vel að meta nýju tölvuna og leikina sem henni fylgdu, en SENA og Nýherji  gáfu leiki og  búnað með tölvunni.
                                                     Bragi Hallgrímsson prófar nýju leikjatölvuna.