KEA gefur flygil í Hof

Reisugildi var haldið í Hofi í dag að viðstöddu fjölmenni.  Við það tækifæri var skrifað undir samkomulag KEA og Akureyrarbæjar um afhendingu flygils sem KEA mun festa kaup á og afhenda bænum til afnota í Hofi.  

Þessi ákvörðun var tilkynnt á aðalfundi KEA í mars síðastliðnum en KEA leggur árlega umtalsverðar fjármuni til menningarmála á starfssvæði sínu í formi styrkja og er undirritun samkomulagsins í dag enn eitt dæmi um verkefni á þessu sviði sem KEA kemur að.
Halldór Jóhannsson segir kaupin á flyglinu vera framlag KEA til þess metnaðarfulla verkefnis sem bygging Menningarhússins Hofs er og að með þessu vilji KEA leggja sitt af mörkum til að vegur þess verði sem mestur og bestur.