KEA hefur keypt 9,99% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum

KEA hefur keypt 9,99% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum.
Um nokkurt skeið hafa ýmsar yfirtökur staðið fyrir dyrum hvað Íslensk verðbréf varðar sem ekki hafa gengið eftir.  Flestar þeirra hefðu breytt starfsemi Íslenskra verðbréfa á Akureyri umtalsvert.  KEA væntir þess að meiri ró skapist nú um eignahald og starfsemi félagsins.  Að þessum kaupum koma öflugir fjárfestar en bæði er um fyrirtæki, einkafjárfesta sem og fagfjárfesta að ræða.  KEA hefur væntingar til þess að félagið verði eflt frekar og blásið verði til sóknar.