KEA kaupir allt hlutafé í H98

KEA hefur keypt allt hlutafé í H98 ehf. en félagið á fasteignina Hafnarstræti 98 á Akureyri þar sem nú er rekið svokallað Hostel á vegum Akureyri Backpackers. Fyrir kaupin átti KEA 50% eignarhlut en hefur eins og fyrr segir nú eignast allt hlutafé félagsins.

Eigninni fylgir byggingaréttur á baklóð og er nú í skoðun að nýta þann byggingarétt.
KEA á nú fjórar fasteignir á Akureyri en þær eru auk Hafnarstrætis 98, eignir að Glerárgötu 36, Óseyri 2 (hluti) og Kaupvangsstræti 6 eða svokölluð Bögglageymsla þar sem veitingastaðurinn RUB23 er nú með starfsemi sína. Síðastliðin ár hefur KEA staðið í verulegum endurbótum og útleigu allra framangreindra fasteigna.