KEA-kortið

KEA-kortið verður sent tæplega ellefu þúsund félagsmönnum KEA á næstu dögum. Kortið er í senn félagsskírteini og afsláttarkort en er ekki greiðslumiðill. Gegn framvísun KEA-kortsins geta félagsmenn tryggt sér afsláttarkjör sem fjöldi samstarfsaðila KEA býður, en auk þess að hafa aðgang að föstum afsláttum mun félagsmönnum bjóðast tímabundin sértilboð og önnur fríðindi. Samstarfaðilar KEA-kortsins eru á milli sjötíu og áttatíu en útsölustaðir eru mun fleiri.

Með KEA-kortinu er unnið að útfærslu á skilgreindum tilgangi félagsins, sem samkvæmt samþykktum félagsins er m.a. fólginn í því að afla viðskiptakjara fyrir félagsmenn. Mikil fjölgun félagsmanna á undanförnum misserum bendir til þess að nokkrar væntingar séu gerðar til KEA-kortsins og hafa undirtektir meðal kaupmanna og þjónustuaðila verið framar björtustu vonum. KEA-kortið er kynnt á nýrri heimasíðu KEA www.kea.is og þar geta notendur kortsins m.a. notað reiknivél til að sjá hversu mikill ávinningur af notkun kortsins gæti orðið á ári miðað við ákveðnar forsendur.
KEA-kortið mun berast félagsmönnum á næstu dögum og í tilefni af útgáfunni verða í gangi glæsileg útgáfutilboð. Nánari upplýsingar um kortið, samstarfsaðila og tilboð má sjá á heimasíðu KEA www.kea.is.